Viðskiptavinurinn vísar veginn
Miklar breytingar og aukið vöruframboð
Á síðasta ári hófum við ferðalag sem bar yfirskriftina „Nýtt upphaf“ þar sem haft var samband við yfir 32.000 heimili. Í átakinu fórum við yfir áskriftir viðskiptavina okkar og tryggðum að þeir væru í bestu mögulegu og hagkvæmustu áskriftarleið hverju sinni.
Á þessu ári höfum við haldið áfram vinnu á þessum sama grunni og ráðist í umtalsverða einföldun á vöruframboðinu okkar. Við höfum hætt með mikinn fjölda af eldri og óhagstæðum þjónustuleiðum og á sama tíma haldið áfram að færa viðskiptavini í rétta áskriftarleið sem byggist á notkun og fjölskyldusamsetningu.
Við höfum lagt okkur fram við að hlusta á viðskiptavini okkar og brugðist við athugasemdum sem koma úr reglulegum þjónustukönnunum. Þá höfum við uppfært vöruframboðið okkar í takt við þær athugasemdir.