STARFSEMIN

Nýsköpun í rótgrónu fyrirtæki

Við hugsum fram á við og komum til móts við síbreytilegar þarfir viðskipavina okkar með nýjum vörum og þjónustu.  

Nýtt upphaf í viðskiptaþróun 
Á liðnu ári lögðum við grunninn að nýrri þjónustu og vörum. Við kynntum til leiks Innherja og Tal sem verða veigamikill partur af nýju og spennandi framboði á Vísi. Jafnframt höfum við tekið fyrstu skrefin í að auka þjónustuframboð fyrirtækjasviðs út fyrir hefðbundnar fjarskipta- og samskiptalausnir með tilkomu færsluhirðingar á vegum fyrirtækjasviðs Vodafone.  
Innherji 
Innherji er nýr miðill innan Vísis. Markmiðið með Innherja er að vera leiðandi í umfjöllun um viðskiptalífið, efnahagsmál og stjórnmál á Íslandi. Þessi nýja útgáfa fór í loftið í nóvember og er aðgengileg öllum fyrst um sinn. Að loknu kynningartímabili mun Innherji verða fyrsta útgáfan innan Vísis sem verður í áskrift.   
Tal 
Hlaðvörp eru orðin veigamikill partur af fjölmiðlaflóru nútímans. Markmið okkar er að Tal verði heimili íslenskra hlaðvarpa. Þróun á Tal byrjaði með tilkomu Blökastsins sem er áskriftarhlaðvarp og viðbót við vinsæla FM95Blö útvarpsþáttinn. Í lok nóvember var svo Tal kynnt formlega til leiks þar sem notendur Vísis geta nálgast úrval íslenskra hlaðvarpa, bæði opin og í áskrift.  Tal er í stöðugri þróun og eru fjölmargar nýjungar í farvatninu, bæði hvað varðar dreifingu og framleiðslu á efni. Þungavigtin, Harmageddon og Átján plús bættust í hóp hlaðvarpa í áskrift og í byrjun árs 2022 var innleiðingu Tals í útvarpsöpp Sýnar hleypt af stokkunum.  
Færsluhirðing 
Fyrirtækjaþjónusta Vodafone leggur sig fram við að koma til móts við mismunandi þarfir fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum, allt frá einyrkjum upp í stærstu fyrirtæki og stofnanir landsins. Samhliða uppgjöri fyrir þriðja ásrfjórðung 2021 kynntum við áform okkar um að bæta enn fremur vöruframboð okkar á fyrirtækjasviði.  Í byrjun árs 2022 förum við af stað með færsluhirðingu í samstarfi við leiðandi evrópskt fjártæknifyritæki. Markmið okkar er að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á áreiðanlegar og hagkvæmar greiðslulausnir sem henta vel þörfum á íslenskum markaði.   

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.