STARFSEMIN

Framsækin fyrirtæki velja Vodafone

Fyrirtækjaþjónusta Vodafone hefur dafnað vel á krefjandi ári. Um 40% fyrirtækja á landinu treysta Vodafone fyrir fjarskiptum sínum auk þess sem 52 af 100 stærstu fyrirtækjum landsins beina viðskiptum sínum til félagsins. Þessi fyrirtæki gera mikla kröfur um gæði, öryggi og góða þjónustu og er mikill hvatning falin í því fyrir okkur að vera alltaf í fremstu röð.

Trygg afhending bóluefnis með IoT-tengingu Vodafone

Með nánu samstarfi við viðskiptavini okkar byggjum við sameiginlega langtímavegferð. Brottfall á fyrirtækjamarkaði er mjög lítið og hefur félaginu gengið mjög vel að endursemja við núverandi viðskiptavini en 90% af okkar stærstu fyrirtækjum eru með langtímasamning við okkur sem er mikil styrkur fyrir Vodafone.

Vægi fjarskipta fyrir fyrirtæki hefur sjaldan eða aldrei verið meira. Þarfir fyrirtækja hafa breyst ansi hratt á árinu þar sem fjarvinna og skrifstofuvinna tvinnast saman, allt eftir ástandi og þörfum. Það er okkur mikið kappsmál að standa undir þeirri ábyrgð og þeim sívaxandi kröfum.

Þess ber að geta að dregið hefur úr verðpressunni á markaðinum sem hefur einkennt hann og fyrirtækin eru farin að hugsa meira um hvernig tæknin geti hjálpað þeim í þeirri vinnu að auka framleiðni og bæta samkeppnisstöðu sína. Það rímar vel við þá áherslu okkar að vinna náið með viðskiptavinum okkar.

Í ljósi þess hve fjarskiptamarkaðurinn þróast hratt er mikilvægt að vera í fararbroddi þegar kemur að vöruþróun og hlusta vel á þarfir markaðarins. Það er því mikill styrkur fyrir Vodafone að vera í alþjóðlegu samstarfi við Vodafone Global. Við höfum boðið viðskiptavinum okkar í ráðgjöf þeirra á alþjóðamörkuðum og í nýsköpun sem hefur reynst ansi vel og skapað ný og betri tækifæri fyrir þá.

Sem dæmi um krefjandi verkefni fyrirtækjasviðs á árinu má nefna félagið Controlant en það félag notaði IoT-tenginguna Vodafone til að tryggja afhendingu yfir þriggja milljarða hitanæmra bóluefnaskammta á þessu ári, með yfir 99,99% árangurshlutfalli. Það felur í sér 2,4 milljarða skammta sem eru afhentir í yfir 170 löndum heimsins, nálægt þriðjungi af heildarfjölda skammta sem gefnir eru á heimsvísu, samkvæmt gögnum Bloomberg.

Vodafone hefur unnið þétt með Veitum sem stóðu frammi fyrir þeirri áskorun fyrir nokkrum árum að endurnýja vatns- og hitamæla. Niðurstaðan er sú að byrjað verður að setja upp snjallmæla á yfir 100 þúsund heimili á næstu mánuðum en undirbúningur hefur staðið yfir allt síðastliðið ár. Þessir mælar munu nýta nýja kynslóð fjarskipta, NB IoT, sem tryggir minni orkunotkun, betri dreifingu fjarskiptamerkis á hagkvæmari hátt en áður hefur þekkst.

Fjarskipti nútímans eru á fleygiferð þar sem ör þróun og nýjar lausnir líta dagsins ljós á hverjum degi. Vinna við uppfærslu á fjarskiptakerfum er vel á veg komin þar sem 5G, NB IoT og LTE M taka við af eldri kerfum og skapa ný tækifæri fyrir viðskiptavini okkar.

Vodafone ætlar sér áfram að vera í fararbroddi á fjarskiptamarkaði.

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.