Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.
Samfélagið
Áhersla félagsins á samfélagslega ábyrgð hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu árum. Félagið er aðili að ýmsum félagasamtökum, stoltur bakhjarl fjölbreyttra verkefna sem m.a. stuðla að uppbyggingu og framþróun og leggur þannig mikla áherslu á góð tengsl við samfélagið.
Sýn er aðili að Festu, miðstöð um samfélagslega ábyrgð, og var eitt af 102 íslenskum fyrirtækjum sem skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu fyrirtækja og stofnana um markmið í loftslagsmálum í nóvember 2015. Þau miðast að því að draga úr mengun og hafa þannig jákvæð áhrif á vistspor okkar.
Tónskáldasjóður Bylgjunnar og Stöðvar 2 í samvinnu við STEF úthlutaði í ár alls sex milljónum til 30 listamanna. Markmiðið með sjóðnum er að styrkja tónskáld og textahöfunda til nýsköpunar. Meðal þeirra sem hlutu styrk í ár voru GDRN, Birnir, Doctor Victor, Hera Hjartar, Friðrik Dór, Milkhouse, Floni, Hipsumhaps, Huginn og Jón Jónsson. Eitt af meginmarkmiðum miðla Stöðvar 2 og Bylgjunnar er að efla þáttagerð í útvarpi og sjónvarpi þar sem íslensk tónlist er í öndvegi og með stuðningi við íslenskt tónlistarfólk. Með þessum hætti eflum við og auðgum íslenska menningu sem og fjölmiðlastarfsemi.
Vodafone hefur verið helsti bakhjarl FO-herferða UN Women frá upphafi verkefnisins. Síðastliðin ár hafa safnast yfir sjötíu milljónir króna til verkefna UN Women sem miða að því að uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum í fátækari ríkjum heims. Vodafone hefur frá upphafi verkefnisins greitt allan kostnað við framleiðslu söluvarnings fyrir FO-herferðir ásamt því að styðja við markaðsstarf þess. Með framlagi og stuðningi Vodafone hefur allur ágóði af sölu FO-varnings runnið beint til mikilvægra verkefna UN Women.
Vodafone á Íslandi er einn af stærstu bakhjörlum Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) en félögin eiga það sameiginlegt að vilja auka áhuga á knattspyrnu, styðja við starfsemi landsliða karla og kvenna og efla grasrótarstarf um land allt. Vodafone annast meðal annars fjarskiptaþjónustu KSÍ og veitir sambandinu tæknilega aðstoð. Þetta á meðal annars við á ferðalögum landsliðsins erlendis þar sem Vodafone á Íslandi tryggir öflugt og gott samband í samstarfi við Vodafone Group.
Vodafone er bakhjarl RÍSÍ sem leitast við að styðja við grasrótarstarf á sviði rafíþrótta á Íslandi og samstarfi við stjórnvöld, foreldra og kennara þegar kemur að málefnum rafíþrótta á landinu. Vodafone hefur síðustu misseri tekið virkan þátt í ýmiss konar viðburðum tengdum rafíþróttum, m.a. með Vodafone-deildinni í CS:OG auk stuðnings við dagskrárgerð Stöðvar 2 eSports. Einnig hefur Vodafone boðið upp á námskeið og fræðslu þátttakendum að kostnaðarlausu þar sem áhersla er lögð á ábyrga þátttöku í rafíþróttum og heilsu leikmanna. Rafíþróttir hafa reynst mörgum vel síðustu mánuði þegar ýmsar takmarkanir hafa verið á samkomum og þátttöku fólks í viðburðum af ýmsu tagi.
Vodafone hefur verið bakhjarl Slysavarnafélagsins Landsbjargar í 13 ár. Fyrirtækið hefur einnig átt afar farsælt samstarf við félagið á sviði fjarskiptamála. Með samstarfinu vill Vodafone tryggja að starfsfólk félagsins og björgunarsveitir landsins hafi aðgang að bestu mögulegu fjarskiptaþjónustu. Samstarfið hefur í gegnum árin komið báðum aðilum til góða því björgunarsveitir Landsbjargar hafa reglulega upplýst Vodafone um svæði hér og þar á landinu þar sem bæta þurfi samband og Vodafone brugðist við ábendingum. Við erum stolt af því að vera treyst fyrir því mikilvæga verkefni að annast fjarskipti Landsbjargar og annarra viðbragðsaðila og tökum þá ábyrgð alvarlega. Við erum jafnframt þakklát fyrir ómetanlegt framlag sjálfboðaliða og hvetjum alla landsmenn til að styðja við mikilvægt starf Landsbjargar.
Í apríl 2021, lagði Vodafone sitt af mörkum ásamt Neyðarlínunni í umræðunni um stafrænt ofbeldi. Markmið verkefnisins var að gera þolendum stafræns ofbeldis auðveldara að tilkynna brot. Hægt var að tilkynna brotið í gegnum þjónustuver félagsins eða í verslun Vodafone. Ásamt að auðvelda þolendum stafræns ofbeldis að tilkynna brot, stóð Vodafone og Neyðarlínan einnig að fyrirlestri sem bar heitið „112.is / Stafrænt Ofbeldi“.
Í apríl 2021 kynnti Vodafone í samstarfi við UNICEF á Íslandi einstakt verkefni sem talið er að hafi brotið blað í stafrænni markaðssetningu og tækniþróun. Verkefnið, sem bar heitið Veldu Núna, var stafrænn eltingaleikur um götur Reykjavíkur þar sem áhorfandinn sjálfur stjórnaði atburðarrásinni með raddstýringu eða smellum í gegnum snjalltækið sitt.
Átakið, sem skartaði leikurunum Anítu Briem og Snorra Engilbertssyni, gekk út á það að áhorfendur aðstoðuðu þau við að komast hjá illmenni sem var á eftir þeim. Útfærslan var algjörlega einstök og átti sér ekki hliðstæðu hérlendis. Með átakinu vildi UNICEF og Vodafone, vekja athygli á hvað það merkir að vera Heimsforeldri.
Um páskana bauðst starfsfólki að láta andvirði páskaeggsins síns renna til Skjólsins sem er opið hús fyrir heimilislausar konur. Starfsfólk sýndi mikinn samhug og áhuga á verkefninu sem gerði það að verkum að talsverðir fjármunir söfnuðust. Skjólið hóf starfsemi sína á árinu og af því tilefni langaði okkur að færa því eitthvað efnislegt. Eftir samtal við starfsfólk Skjólsins var ákveðið að kaupa innréttingu í þvottahúsið og setja hana upp en að auki færðum við þeim sæg af möskurum, tannburstum, sokkum og öðrum nauðsynjavörum. Samhent átak starfsmanna skilaði fallegu góðverki