STARFSEMIN

Okkar sýn

Við erum alhliða þjónustufyrirtæki sem býður einstaklingum, fyrirtækjum og opinberum aðilum upp á fjarskipta-, fjölmiðla- og tækniþjónustu í gegnum vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Stöð 2+, Stöð 2 Vísi, Stöð 2 Sport, Vísi, Bylgjuna, FM957, X977 og dótturfélagið Endor ehf.

Stefna félagsins er að vera nútímalegt þjónustufyrirtæki þar sem viðskiptavinurinn er í fyrirrúmi. Við leggjum áherslu á að rækta langtímaviðskiptasamband sem byggist á virðingu og trausti.

Kjarninn í stefnunni er upplifun viðskiptavina okkar og er einfaldleikinn í fyrirrúmi. Við einföldum einnig reksturinn ásamt ferlum og kerfum innanhúss. Við höfum stóran og tryggan hóp viðskiptavina sem okkur er annt um og leggjum okkar fram við að sinna.

Stefna félagsins endurspeglast í nálgun okkar á sjálfbærni í rekstri, góðum stjórnarháttum, áhættustýringu, ánægju starfsmanna og menningu. Markmið okkar er að vaxa með því að koma til móts við þarfir viðskiptavina okkar og rækta langtímasamband við þá. Ánægja viðskiptavina er í fyrsta sæti.

Við bætum rekstrarmódelið okkar stöðugt með því að sjálfvirknivæða ferla, þróa öflugar stafrænar lausnir og nýta okkur tækniþróun viðskiptavinum okkar til góðs. Við ræktum nýsköpun sem skilar okkur í nýjum tekjustoðum ásamt vörum og þjónustu við viðskiptavini. Við leitum stöðugt tækifæra til að auka sveigjanleika í rekstri með sölu eigna og úthýsingu á þjónustu. Með slíkum breytingum getum við betur veitt viðskiptavinum góða og gagnsæja upplifun af viðskiptasambandinu og aukið ánægju þeirra.

Grunnkerfin okkar tengja saman fjölskyldur, vini, fyrirtæki og stjórnvöld. Við teljum að tækni og samskipti séu framtíðarmáttarstólpar samfélagsins, þættir sem munu hafa mikil áhrif á líf fólks og auðvelda það. Við ætlum að vera mikilvægur þátttakandi í þeirri vegferð.

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.