STARFSEMIN

Innviðasala

Að fordæmi Vodafone Global, sem skráði Vantage Towers, stærsta turnafyrirtæki Evrópu, á markað, setti félagið í gang sölu á óvirkum farsímainnviðum. Á mynd má sjá hvað flokkast undir óvirka innviði en í grófum dráttum samanstanda þeir af steypu og stáli en enginn tæknibúnaður var seldur. Kaupandi óvirku innviðanna er DigitalBridge sem hét áður Digital Colony. DigitalBridge er bandarískt fyrirtæki undir stjórn Marcs Ganzis sem er vel þekktur í innviðaheiminum. Samningurinn var undirritaður 31. mars 2021 og var söluverðið 6,95 ma.kr. Fjárhæðin var öll greidd fyrir jól en söluhagnaðurinn er 6,5 ma.kr. 

Það er hagkvæmt að selja innviði vegna mismunandi skilyrða um fjárfestingar stofnfjárfesta. Ástæðan er sú að margfaldarar í verðlagningu eru mun hærri í tengslum við innviði en almennan rekstur.  Við seldum óvirku innviðina á margfeldi á EBITDA sem er óheyrt í tengslum við almennan rekstur.  Þetta er hagkvæmt fyrir alla hlutaðeigandi.  Hluthafar okkar fá fjármagn til baka og það dregur úr áhættu lánveitenda og skuldsetningu félagsins.  Alþjóðlega hefur þessi þróun átt sér stað á síðustu áratugum og nú er félagið í stöðu til að taka þátt í því ferli. Félagið hefur áður sagt frá því að það er að undirbúa frekari sölu á innviðum á næstu misserum. 

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.