Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.
Sjálfbærni
Sýn gefur út samfélagsskýrslu þar sem m.a. er sagt frá starfsemi félagsins og verkefnum tengdum samfélagslegri ábyrgð. Þar er einnig að finna sjálfbærniuppgjör sem heldur utan um upplýsingar um árangur og framgang félagsins sem tengist umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum frá árinu 2015.
Félagið sýnir samfélagsábyrgð í verki með því að sinna hlutverki sínu sem fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki af fagmennsku og ábyrgð. Samfélagsábyrgð félagsins skiptist í þrjú áherslusvið: sameiginlegt virði, sjálfbærni og hlítni.
Umhverfisþættir
Sýn hf. hefur sett stefnu og ákveðin markmið í umhverfis- og loftslagsmálum sem eru til þess fallin að draga úr mengun og hafa þannig jákvæð áhrif á vistspor félagsins.
Félagið er staðráðið í því að vernda umhverfið og hefur einsett sér að efla vistvænar samgöngur, draga úr myndun úrgangs og stuðla að betri orkunýtingu. Félagið ætlar að ganga um landið af virðingu, með umhverfisvernd að leiðarljósi. Þannig er ávallt leitast við að framkvæmdir á vegum þess valdi sem minnstu umhverfisraski. Félagið hefur sett sér það markmið að flokka allt sorp sem fellur til í starfseminni, auka þannig endurvinnslu og draga úr ónauðsynlegri urðun á sorpi. Félagið leitast við að lágmarka notkun á óendurnýjanlegum auðlindum og losun skaðlegra efna út í umhverfið eins og kostur er. Þá vinnur það með viðskiptavinum, birgjum og verktökum að því að þróa vörur og þjónustu til að lágmarka áhrifin sem það hefur á umhverfið.
Markmið:
- Minnkun eldsneytisnotkunar
- Samdráttur í prentun pappírs minnki á milli ára
- Hlutfall flokkaðs úrgangs verði 70%
Þróun eldsneytiskostnaðar bifreiða
Heildarþyngd prentaðs pappírs
Meðhöndlun úrgangs
Félagslegir þættir
Félagið leggur ríka áherslu á félagsleg málefni og veitir víðtæka þjónustu sem skiptir miklu máli fyrir innviði samfélagsins, samskipti fólks og rekstur fyrirtækja og stofnana.
Félagið tekur hlutverk sitt alvarlega og leggur sig fram um að vera fyrirmynd annarra í ýmsum samfélagsmálum. Það fylgir í hvívetna lögum og reglum og einsetur sér að vernda umhverfið og sýna starfsfólki sínu, birgjum og viðskiptavinum virðingu í öllum samskiptum. Félagið gerir sömu kröfu til birgja og fer fram á að þeir geri ekkert sem kann að orka tvímælis hvað þetta samfélagslega hlutverk varðar og að þeir taki samfélagslegt hlutverk sitt alvarlega. Birgjar skulu ganga vel um náttúruna, hirða eftir sig rusl og valda þannig ekki spjöllum við framkvæmdir.
Félagið hefur skýra stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustaðnum. Gerð er krafa um að starfsmenn sýni samstarfsfólki alltaf kurteisi og virðingu í samskiptum. Einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og ofbeldi er ekki undir nokkrum kringumstæðum umborið.
Fyrirtækið hefur verið vottað fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum og fylgir leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja. Hjá því ríkir skýr jafnlaunastefna og jafnréttisáætlun sem fylgt er í hvívetna. Fyrirtækið hefur áður hlotið Hvatningarverðlaun jafnréttismála. Þá stenst það einnig ströngustu kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 og er því jafnlaunavottað fyrirtæki.
Markmið:
- Að vera til fyrirmyndar þegar kemur að jafnlaunamálum og skapa þannig umhverfi að tryggt sé að starfsmenn njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
- Öll kyn fái greidd jöfn laun og njóti jafnra kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.
Niðurstaða síðustu jafnlaunaúttektar leiddi í ljós að óútskýrður launamunur er aðeins 0,6%, körlum í vil en var 1,9% árið áður. Markmiðið er auðvitað að hafa engan launamun og stefnum við enn ótrauð að því marki.
Stjórnarhættir
Stjórn Sýnar leitast við að viðhalda góðum stjórnarháttum og fylgir þeim viðurkenndu leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem gefnar eru út af Viðskiptaráði Íslands í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland með það að markmiði að styrkja innviði Sýnar hf. og auka gagnsæi.
- Fyrirtækið hefur verið vottað fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum.
- Félagið uppfærði Siðarreglur félagsins á árinu
Í stjórn Sýnar sitja fimm manns, þrjár konur og tveir karlar.
Lykilþættir sjálfbærnisuppgjörs Sýnar
Bein og óbein losun gróðurhúsa lofttegunda
Við útreikninga er stuðst við „The Greenhouse Gas Protocol“ sem er stöðluð aðferðafræði sem innleidd hefur verið af fjölda fyrirtækja um allan heim með góðum árangri. The Greenhouse Gas Protocol skiptir losun upp í umfang 1, 2 og 3.
Umfang 1
Í tilfelli Sýnar er um að ræða losun vegna eldsneytisnotkunar bifreiða í rekstri félagsins. Eins og sjá má hefur dregið verulega úr losun en rekja má þann samdrátt til sölu á dísel og bensínbifreiðum árið 2019 og leigu á rafmagnsbifreiðum sem tóku þeirra stað. Á öðrum ársfjórðungi 2019 var stórum hluta bílaflota í eigu Sýnar skipt út fyrir bílaleigubíla. Við skiptin voru valdar umhverfisvænni bifreiðar og var skipt út tíu dísel smábílum og níu bensín smábílum. Fækkað var um einn og farið í tengiltvinnbíla og rafmagnsbíla. Eftir sem áður rekur félagið í dag 18 dísel bifreiðar sem notast að mestu leyti við að halda fjarskiptakerfum og fréttaflutningi félagsins í rekstri. Í dag rekur félagið 17 rafmagn og tengiltvinnbíla ásamt 17 disel bíla og 1 bensín. Bílum í rekstri félagsins hefur fækkað frá árinu 2019 og er fækkun á bílum í rekstri úr 42 niður í 35.
Koltvísýringsgildi
Losun gróðurhúsalofttegunda er mæld í tonnum koltvísýringsgilda (tCO2Í). Koltvísýringsígildi er mælieining sem lýsir því magni koltvísýrings sem hefur sama hnatthlýnunarmátt (e. GWP, global warming potential) og tiltekin blanda annarra gróðurhúsalofttegunda miðað við hundrað ára tímabil. Til að mynda jafngildir metan (CH4) u.þ.b. 25 koltvísýsingsígildum og nituroxíð (N2O) u.þ.b. 298 koltvísýringsígildum. Uppgjörið tekur því tillit til allra gróðurhúsalofttegunda og er losun birt í tonnum CO2 ígilda.
Sýn kolefnisjafnar öllum rekstri sínum fyrir árið 2021 í samstarfi við Kolvið. Félagið hvetur starfsfólk einnig til þess að nota aðra ferðamáta en einkabílinn til að komast til og frá vinnu og er hvatningin í formi samgöngustyrks.
Rekstrarþættir
Rekstrarbreytur | Eining | 2019 | 2020 | 2021 |
---|---|---|---|---|
Heildartekjur | m. ISK | 19.811,0 | 20.786,0 | 21.765,0 |
Eigið fé alls | m. ISK | 8.798,0 | 8.549,0 | 8.545,0 |
Fjöldi stöðugilda | starfsgildi | 522,0 | 457,0 | 453,0 |
Heildarrými fyrir eigin rekstur | m2 | 5.816,0 | 5.816,0 | 8.284,0 |
Umhverfi
Losunarhæfni gróðurhúsalofttegunda | Eining | 2019 | 2020 | 2021 |
---|---|---|---|---|
Losunarkræfni orku | kgCO2í/MWst | 36,2 | 24,9 | 27,05 |
Losunarkræfni starfsmanna | kgCO2í/stöðug | 694,43 | 537,21 | 550,32 |
Losunarkræfni tekna | kgCO2í/milljón | 18,30 | 11,81 | 11,45 |
Losunarkræfni eiginfjár | kgCO2í/MWst | 41,20 | 28,72 | 29,17 |
Losunarhæfni á hvern fermetra | kgCO2í/m2 | 62,33 | 42,21 | 30,09 |
Nasdaq: E2|UNGC:P7,P8|GRI: 305-4|SDG:13|SASB:General Issue / GHC Emissions, Energy Management
Losunarkræfni hefur dregist umtalsvert saman. Skýringin er m.a. sú að áður var eingöngu tekið með í fermetratöluna skrifstofuhúsnæðin en nú árið 2021 höfum við bætt framleiðslurýmunum okkar inn í fermetrafjöldann.
Orkukræfni | Eining | 2019 | 2020 | 2021 |
---|---|---|---|---|
Orkukræfni starfsmanna | kWst/stöðugildi | 19.167,8 | 21.598,0 | 20.340,9 |
Orkukræfni tekna | kWst/milljón | 505,1 | 474,9 | 423,4 |
Orkukræfni á fermetra | kWst/m2 | 1.720,4 | 1.697,1 | 1.112,2 |
Nasdaq: E4|UNGC:P7,P8|GRI:302-3|SDG:12|SASB:General Issue/Energy Management
Lækkun á orkukræfni á fermetra skýrist einnig vegna þess að nú árið 2021 höfum við bætt framleiðslurýmunum okkar inn í fermetrafjöldann.
Úrgangskræfni | Eining | 2019 | 2020 | 2021 |
---|---|---|---|---|
Úrgangskræfni starfsmanna | kg/stöðugildi | 208,2 | 103,3 | 112,6 |
Úrgangskræfni veltu | kg/milljón ISK | 5,5 | 2,3 | 2,3 |
Árið 2021 voru sótt 112,6 kg af sorpi á hvert stöðugildi en 103,3 kg árið 2020 sem skýrist m.a. vegna meiri heimavinnu.
Gróðurhúsalofttegundir | Eining | 2019 | 2020 | 2021 |
---|---|---|---|---|
Umfang 1 | tCO2Í | 180,0 | 130,2 | 117,0 |
Umfang 2 (landsnetið) | tCO2Í | 89,3 | 94,9 | 89,5 |
Umfang 1 og 2 | tCO2Í | 269,2 | 225,1 | 206,5 |
Umfang 3 | tCO2Í | 93,2 | 20,5 | 42,8 |
Losun gróðurhúsalofttegunda (Umfang 1, 2 og 3) | tCO2Í | 362,5 | 245,5 | 249,3 |
Nasdaq: E1|UNGC: P7|GRI: 305-1,305-2,305-3|SASB: General Issue / GHC Emissions|TCFD: Metrics & Targets
Umfang 1 - Samsetning losunar | Eining | 2019 | 2020 | 2021 |
---|---|---|---|---|
Heildarlosun | tCO2Í | 180,0 | 130,2 | 117,0 |
Staðbundin eldsneytisnotkun | tCO2Í | 7,3 | ||
Eldsneytisnotkun farartækja | tCO2Í | 180,0 | 122,9 | 117,0 |
Umfang 2 - Samsetning losunar | Eining | 2019 | 2020 | 2021 |
---|---|---|---|---|
Heildarlosun | tCO2Í | 89,3 | 94,9 | 89,5 |
Rafmagn | tCO2Í | 71,5 | 77,3 | 76,8 |
Hitaveita | tCO2Í | 17,8 | 17,6 | 12,7 |
Umfang 3 - Losun á fyrri stigum | Eining | 2019 | 2020 | 2021 |
---|---|---|---|---|
Flokkur 3: Eldsneytis- og orkutengd starfsemi | ||||
Heildarlosun | tCO2Í | 32,1 | ||
Losun á fyrri stigum vegna eldsneytisnotkunar | tCO2Í | 29,5 | ||
Losun á fyrri stigum vegna rafmagnsnotkunar | tCO2Í | 2,6 | ||
Flutnings- og dreifitap raforku og hitaveitu | tCO2Í | 0,01 | ||
Framleiðsla á áframseldri orku | tCO2Í | |||
Flokkur 5: Úrgangur frá rekstri | ||||
Heildarlosun | tCO2Í | 34,4 | 13,2 | 9,5 |
Flutningur, förgun og meðhöndlun á úrgangi | tCO2Í | 34,4 | 13,2 | 9,5 |
Flokkur 6: Viðskiptaferðir | ||||
Heildarlosun | tCO2Í | 58,8 | 7,2 | 1,3 |
Flugferðir | tCO2Í | 58,8 | 6,9 | 1,3 |
Bílferðir | tCO2Í | 0,3 |
Félagslegir þættir
Launamunur kynja | Eining | 2019 | 2020 | 2021 |
---|---|---|---|---|
Miðgildi heildarlauna karla (X) sem hlutfall af miðgildi heildarlauna kvenna | X:1 | 1,30 | 1,45 | 1,17 |
Niðurstaða jafnlaunavottunar | % | 1,60% | 1,90% | 0,60% |
S2|UNGC: P6| SASB: General Issue / Employee Engagement, Diversity & Inclusion
Niðurstaða síðustu jafnlaunaúttektar leiddi í ljós að óútskýrður launamunur er aðeins 0,6%, körlum í vil en var 1,9% árið áður. Markmiðið er auðvitað að hafa engan launamun og stefnum við enn ótrauð að því marki.
Kynjafjölbreytni | Eining | 2019 | 2020 | 2021 |
---|---|---|---|---|
Starfsmannafjöldi | ||||
Hlutfall kvenna í fyrirtækinu | % | 33% | 30% | 34% |
Konur | fjöldi | 193,0 | 137,0 | 150,0 |
Karlar | fjöldi | 392,0 | 320,0 | 303,0 |
Í gegnum tíðina hafa mun fleiri karlar en konur starfað hjá félaginu sem skýrist að miklu leyti af þeim fjölmörgu tæknistörfum sem hjá okkur eru unnin. Á síðasta ári fækkaði starfsfólki en hlutur kvenna jókst um 4% milli ára. Við höfum markvisst lagt áherslu á að rétta af kynjahlutföll í öllum einingum og erum að ná marktækum árangri þó enn sé töluvert í að hlutföllin jafnist út.
Stjórnarhættir
Kynjahlutfall í stjórn | Eining | 2019 | 2020 | 2021 |
---|---|---|---|---|
Hlutfall kvenkyns stjórnarmeðlima (samanborið við karla) | % | 60% | 60% | 60% |
Hlutfall kvenkyns nefndarformanna (samanborið við karla) | % | 50,0% | 40,0% | 66,0% |
G1| GRI 405-1| SDG: 10| SASB: General Issue / Employee Engagement, Diversity & Inclusion (See also: SASB Industry Standards)
Hlutfall kvenna í stjórn Sýnar hefur verið 60% síðastliðin 3 ár.
Hér að neðan má finna sjálfbærniuppgjör Sýnar ásamt staðfestingu á kolefnisjöfnun félagsins og vottorð um notkun hreinnar orku.