Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.
Rekstraryfirlit 2021
Árið 2021 voru óvirkir farsímainnviðir seldir og nam söluandvirðið 6.946 m.kr. Bókfært verð eignanna sem voru seldar var 401 m.kr. og söluhagnaður því rúmir 6,5 ma.kr. Samhliða sölunni var gerður langtíma leigusamningur. Í samræmi við reikningsskilastaðla er hluta af söluhagnaði frestað. Árið 2021 var bókfærður söluhagnaður að frádregnum kostnaði við söluna að fjárhæð 2.552 m.kr. Grunnrekstur félagsins batnar á milli ára og var EBIT leiðrétt fyrir hagnaði af innviðasölu 734 m.kr. sem er hækkun um 573 m.kr á milli ára.
Heildartekjur
Tekjur ársins 2021 af reglulegri starfsemi námu 21.765 m.kr. og hækkuðu um 821 m.kr. á milli ára eða um 3,9%. Vöxtur í farsímatekjum og fjölmiðlatekjum eru helstu ástæður tekjuvaxtar. Hækkun farsímatekna skýrist aðallega af auknum IoT tekjum en hækkun reikitekna hefur jafnframt áhrif en þær hækka um 40% á milli ára. Áhrif heimsfaraldurs á reikitekjur gætir enn, þær voru helmingi lægri en fyrir faraldurinn.
Skipting tekjustrauma
Fjölmiðlun heldur áfram að vera stærsti einstaki tekjustraumurinn en tekjurnar voru 38,5% af heildartekjum félagsins. Vöxtur í farsímatekjum hefur þau áhrif að farsímatekjur eru orðinn næst stærsti tekjustraumurinn en tekjurnar voru 21,2% af heildartekjum.
EBITDA
EBITDA nam 8.984 á árinu 2021. EBITDA leiðrétt fyrir áhrifum af innviðasölu nam 6.432 m.kr. og hækkaði um 693 m.kr. miðað við árið 2020. Aðlagað EBITDA hlutfall var 29,6% árið 2021 samanborið við 27,4% árið 2020.