Brot af því besta

Bláar höfuðstöðvar í Bláum apríl Í apríl voru höfuðstöðvarnar okkar lýstar upp með bláu í tilefni árvekni átaksins Blár apríl sem ætlaður er að fræða og upplýsa almenning um einhverfu og auka þannig skilning, viðurkenningu og samþykki á því sem er „út fyrir normið“.
Eflt farsímasamband við gosstöðvarnar Eldgosið í Geldingadölum hreif marga Íslendinga og flykktist fólk að til að sjá þetta stórkostlega sjónarspil með eigin augum. Fyrirtækið stóð sýna plikt með prýði. Vodafone stórefldi farsímasamband við gosstöðvarnar til að tryggja öryggi fólks á svæðinu og fréttastofan okkar fjallaði um málið af krafti. Hér má sjá fréttamann okkar, Birgi Olgeirsson, á vettvangi.
Fjölskyldupakkinn í loftið Fjölskyldupakkinn, heildarfjarskiptapakki fyrir fjölskylduna, kom út í mars og sló heldur betur í gegn. Eftir rúmlega tvær vikur höfðu um þúsund Íslendingar einfaldað líf sitt með þjónustunni.
Þrjár tilnefningar til blaðamannaverðlauna Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fékk þrjár tilnefningar til Blaðamannaverðlaunanna. Þær Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi voru tilnefndar saman í flokknum Umfjöllun ársins en Nadine var einnig tilnefnd í flokknum Rannsóknarblaðamennska ársins. Þá hlaut Sunna Karen Sigurþórsdóttir einnig tilnefningu í flokknum Blaðamannaverðlaun ársins. Nadine hlaut verðlaunin í sínum flokki.
Hástökkvari í íslensku ánægjuvoginni Árið byrjaði heldur betur skemmtilega þegar tilkynnt var að Vodafone var hástökkvari Íslensku Ánægjuvogarinnar á fjarskiptamarkaði. Árangurinn má rekja til stefnubreytinga sem gerðar voru árið 2020, þar sem ánægja viðskiptavina var sett í fyrsta sæti.
EM umfjöllun Í sumar fjölluðum við af krafti um EM í fótbolta á Stöð 2 Sport svo eftir var tekið. Fjölmargir komu að verkefninu hvaðanæva að úr fyrirtækinu. „Við fórum öll á EM“ og eftir standa frábærar minningar um eitt stærsta og skemmtilegasta verkefni sem við á sportinu höfum ráðist í.
Pepsi MAX deildar heimur í loftið Betri þjónusta fyrir fótboltaþyrsta fór í loftið í byrjun sumars, þar sem hægt var að horfa á alla leiki í þeirri umferð í vefsjónvarpi Stöðvar 2. Ásamt því að geta horft á alla leiki umferðarinnar, voru sérstakir þættir sem gerðu upp alla leiki Pepsi Max deild karla og kvenna.
Endurnýjuðum samstarfssamning við UN Women Frá upphafi hefur Vodafone verið aðalstyrktaraðili FO-herferða UN Women og hefur átakið safnað yfir 60 milljónum sem miða að því að uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum í fátækari ríkjum heims. Hér sjáum við Stellu Samúelsdóttur, framkvæmdastýru UN Women, ásamt Helgu Björgu Antonsdóttur eftir að hafa endurnýjað samstarf á milli Vodafone og UN Women.
Útsýnispallur á Úlfarsfelli Vodafone, Neyðarlínan og RÚV stóðu saman að byggingu útsýnispalls á Úlfarfelli. Hér má sjá starfsfólk Vodafone við opnunarhátíðina í ágúst.
Kosningasjónvarp Fréttastofan var með afar metnaðarfulla umfjöllun um Alþingiskosningarnar 2021.
Stöðvar 2 skiltið upp Það var stór stund í sögu Stöðvar 2 þegar merki stöðvarinnar fór loks utan á höfuðstöðvarnar. Okkar besti maður, Gulli byggir, var að sjálfsögðu yfirverkstjóri.
35 ára afmæli Bylgjunnar Bylgjan varð 35 ára og því var að sjálfsögðu fagnað með sérstakri hátíðarútsendingu allan afmælisdaginn með heimsóknum frá góðum gestum sem fylgt hafa Bylgjunni í öll þessi ár.
16 tilnefningar til Eddunnar Okkar fólk var tilnefnt til 16 Edduverðlauna. Árið 2021 Þar á meðal hlaut fréttaskýringaþátturinn Kompás tilnefningu sem Frétta- og viðtalsþáttur ársins. Hér má sjá umsjónarmenn þáttarins þau Erlu Björgu, Birgi og Nadine.
Sjónaukinn Umræðuvettvangurinn Sjónaukinn hóf göngu sína á árinu en markmið hans er að varpa ljósi og auka skilning almennings á málefnum líðandi stundar.
Útleiðing Amino myndlykla Á árinu útleiddum við Amino 140 myndlykilinn og fórum ýmsar leiðir til þess að ná til fólks. Hér sjást Karítas Líf og Hilmar Aron við störf í Vestamannaeyjum.
Kryddsíld Kryddsíldin var á sínum stað þrátt fyrir 10 manna samkomutakmarkanir. Hér skálar starfsfólk fyrir vel heppnaðri útsendingu og góðu ári.
Heimavinna vegna Covid Það getur verið flókið að sinna starfi sínu að heiman ef maður starfar í fjölmiðlum en okkar fólk lét það ekki á sig fá frekar en annað. Hér má sjá Þórdísi Valsdóttur og dætur hennar senda út Reykjavík síðdegis heiman frá sér vegna sóttkvíar.
Bylgjan, björt og brosandi Að venju var mikið líf og fjör á Bylgjunni á árinu.
Píeta Í október stóð Stöð 2 fyrir sérstökum söfnunarþætti fyrir Píeta samtökin með það að markmiði að safna fyrir nýju húsnæði fyrir samtökin. Sylvía Rut og Þórdís Valsdóttir stýrðu þættinum.
Bylgjan órafmögnuð Bylgjan stóð fyrir tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð á Barion Bryggjunni í haust undir styrkri stjórn Völu Eiríks. Hér má sjá mynd af þeim Völu og KK á fyrstu tónleikunum.
Golfmót Vodafone Fyrirtækjasvið Vodafone stóð fyrir árlegu golfmóti sínu á Akureyri í sumar. Að venju var mikið fjör og skemmti fólk sér konunglega.
Líf og fjör á lagernum Sigurður Árni fyllir Vodafone vagninn af varningi.
Brennslan í beinni úr einangrun Brennslan sló aldrei slöku við og lét einangrun ekki koma í veg fyrir fullmannaða útsendingu.
Veislumatur í BESTA Bistro Matreiðslumeistarinn Svavar gefur á garðann.
Seinni Bylgjan á fleygiferð Svava Kristín stýrir umræðunni í kvennaþætti Seinni bylgjunnar.
Jólatónleikar Stöðvar 2 Jólatónleikar Stöðvar 2 voru sýndir á þorláksmessu. Margir góðir gestir tóku lagið og Sóli Hólm og Eva Laufey fóru á kostum sem kynnar.
35 ára afmæli Stöðvar 2 Þann 9. október varð Stöð 2 35 ára og af því tilefni var sendur út sérstakur afmælisþáttur á sjálfan afmælisdaginn. Góðir gestir sem hafa fylgt stöðinni í gegnum árin mættu í settið og rifjuðu upp gamla tíma.
RAX Augnablik hlaut Edduna Þátturinn RAX Augnablik hlaut Edduverðlaunin sem Menningarþáttur ársins en þættirnir voru framleiddir af Vísi og Stöð 2. Í þáttunum segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bakvið fjölda augnablika sem hann hefur fest á filmu í gegnum árin.
Rokkið lifir X-ið 977 stóð fyrir frábærum Sign tónleikum á árinu.
Arena Vodafone varð einn af aðalbakhjörlum Arena, sem er nýr þjóðarleikvangur rafíþrótta á Íslandi. Hér má sjá Torfa Bryngeirsson, vörumerkjastjóra Vodafone, ásamt Sigurjóni Steinssyni frá Arena.
Notað upp í nýtt Vodafone hóf að bjóða viðskiptavinum að koma með eldri raftæki og fá inneign í verslunum Vodafone í staðinn. Áætla má að hægt sé að endurvinna um 92% af íhlutum og efni raftækja en við ábyrgjumst að raftækinu sé fargað á ábyrgan hátt.

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.