SAMFÉLAGSÁBYRGÐ

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun tóku gildi árið 2016 og gilda til ársins 2030. Þessi víðtæku 17 markmið, sem ríki heims hafa komið sér saman um, stefna að því að tryggja velmegun og mannréttindi um allan heim. Markmiðunum er ætlað að vera ákveðinn leiðarvísir fyrir samfélög og fyrirtæki um hvar áherslurnar ættu að liggja þegar litið er til velmegunar og mannréttinda. 

Heimsmarkmiðin eru samþætt og órjúfanleg og mynda jafnvægi milli þriggja stoða sjálfbærrar þróunar: hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu. 

Hér má sjá hvernig Sýn tengir starfsemi sína við nokkur heimsmarkmiðanna.  

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.