STARFSEMIN

Mannauður og menning

Til þess að ná framúrskarandi árangri þarf framúrskarandi fólk í hverja stöðu. Starfsfólk okkar hefur sýnt það og sannað síðustu misseri að það hefur einstaka aðlögunarhæfni, er útsjónasamt og býr yfir hugmyndaauðgi sem á sér engin takmörk.

Síðastliðið ár, líkt og árið áður, einkenndist af samkomutakmörkunum sem settu fyrirtækinu ákveðnar skorður og kröfðust nýrrar nálgunar við vinnu. Hverri áskorun hefur verið mætt með jákvæðu hugarfari og lausnum. Við höfum þurft að vera skapandi til að láta hlutina ganga upp og halda áfram að veita viðskiptavinum okkar fyrsta flokks þjónustu. Við höfum lært að tileinka okkur nýtt vinnulag með aukinni fjarvinnu. Þrátt fyrir marga góða kosti fjarvinnu höfum við þó enn trú á mikilvægi þess að koma reglulega saman, skiptast á skoðunum, hafa gaman og um leið styrkja öfluga liðsheild. Þannig er menningin okkar og svona náum við árangri.

Jafnréttismál 

Jafnréttismál voru ofarlega á baugi á árinu líkt og undanfarin ár. Í því sambandi má nefna að jafnréttisráð félagsins var stóreflt á árinu og í því eru nú tíu starfsmenn sem lýstu sjálfir yfir áhuga á að taka þátt í því. Þá var jafnréttisáætlun félagsins uppfærð og hún samþykkt af Jafnréttisstofu. Fræðsla á sviði jafnréttismála var einnig efld og stóð fyrirtækið meðal annars fyrir opnum fræðsluviðburði, Sjónaukanum, þar sem sjónum var beint að því hvað hver og einn getur gert til að taka afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi. 

Sjónaukinn 

Á haustmánuðum kom upp sú hugmynd að nýta sérstöðu okkar og innviði í að beina sjónum að mikilvægum málefnum sem brenna á þjóðinni hverju sinni. Úr varð umræðuvettvangurinn Sjónaukinn en markmið hans er að auka sýn og skilning fólks á ákveðnu málefni. Í fyrsta þætti Sjónaukans var sjónum beint að kynbundnu ofbeldi sem hefur mikið verið í umræðunni á árinu. Þórdís Valsdóttir dagskrárgerðarkona fékk til sín frábæra gesti í settið, þau Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur, Gest Pálmason og Mána Pétursson. Leitast var við að varpa ljósi á það hvað hver og einn gæti gert til þess að taka afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi. 

Jafnlaunavottun 

Um miðjan júní fór fram árleg endurúttekt á jafnlaunavottun félagsins. Vottunin er lögbundin og framkvæmd af BSI á Íslandi. Óhætt er að segja að vel hafi tekist til en niðurstaða úttektarinnar leiddi í ljós að óútskýrður launamunur er aðeins 0,6%, körlum í vil en var 1,9% árið áður. Markmiðið er auðvitað að hafa engan launamun og stefnum við enn ótrauð að því marki. Það er ljóst að vinna síðustu ára skilar sér og jafnlaunakerfið sem við höfum smíðað og unnið að gerir gagn.    

Reglulegar vinnustaðagreiningar með HR Monitor 

Á haustmánuðum voru reglulegar mannauðsmælingar frá HR monitor teknar í notkun. Markmiðið með innleiðingunni var að fá aukna innsýn í mannauðinn, auka starfsánægju og gefa starfsfólki kost á að koma athugasemdum sínum á framfæri. Kannanirnar eru sendar út í hverjum mánuði og gera því stjórnendum kleift að fylgjast með líðan starfsmanna í rauntíma. HR monitor hjálpar okkur að koma auga á tækifæri í starfseminni og vinna statt og stöðugt að því að gera vinnustaðinn betri í dag en í gær. 

UNI 

Fræðsla edit

Markmið félagsins er að veita starfsfólki viðeigandi þjálfun og fræðslu á hverjum tíma fyrir sig. UNI er regnhlífarhugtak sem nær yfir allt það fræðslustarf sem unnið er innan Sýnar. Með UNI leggjum við áherslu á góða og samræmda grunnþjálfun á sama tíma og við veitum sérhæfða þjálfun og fræðslu sem hentar ólíkum störfum. 

Fræðsla UNI fer fram með tvenns konar hætti, þ.e. í gegnum rafræna fyrirlestra eða staðnámskeið. Allir  starfsmenn sem hefja störf hjá félaginu fara í gegnum nýliðanámskeið UNI þar sem stjórnendur og helstu sérfræðingar kynna starfsemi félagsins, skipulag og verklag sem gott er að tileinka sér við starfsupphaf. Grunnnámskeið UNI fer að jafnaði fram við upphaf hvers ársfjórðungs eða um fjórum sinnum á ári. Nýliðanámskeiðin voru í fyrsta sinn öll í beinni útsendingu á innri vef félagsins sem gaf öðru starfsfólki kost á að rifja upp einstaka viðfangsefni. 

Hin ýmsu námskeið voru haldin á árinu sem sneru meðal annars að öryggis- og gæðamálum, almennri kerfisþekkingu, andlegri líðan og síðast en ekki síst jafnréttismálum sem var miðpunktur í innri fræðslu félagsins árið 2021. 

0
Meðalstarfsaldur í árum
0
Fjöldi stöðugilda
0
Meðalaldur í árum
0
0

Kynjahlutföll

Loading...

Kynjahlutföll stjórnenda

Loading...

Fjöldi námskeiða

Loading...

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.