Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.
Gengi á markaði
Gengi félagsins
Í lok ársins 2020 var gengi félagsins 39,0 en í lok árs 2021 var það 65,5 og hafði því hækkað um 67,9% á milli ára. Gengi bréfa félagsins var stöðugt framan af ári og stóð í 40 í lok september, á síðasta ársfjórðungi hækkaði gengið rösklega og endaði í 65,5 í lok árs.
Á árinu 2021 nam velta með bréf í félaginu rúmlega 9,3 milljörðum króna í alls 1.766 viðskiptum og er fjöldi viðskipta að aukast um 25,7% á milli ára. Mest var velta með bréf félagsins í nóvember en heildarvelta þess mánaðar nam tæplega 2,3 milljörðum króna.
Útgefið hlutafé félagsins í upphafi árs nam 2.964 m.kr. og stóð óbreytt í árslok. Í lok árs átti félagið engin eigin bréf en í upphafi árs 2022 samþykkti stjórn kaup á eigin bréfum í gegnum öfugt útboð fyrir 1.390 m.kr. Í framhaldi tók stjórn félagsins ákvörðun um kaup á eigin hlutum samkvæmt endurkaupaáætlun í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé. Endurkaupin munu að hámarki nema 8.500.000 hlutum þannig að eigin hlutir nemi samtals að hámarki 9,9% af útgefnu hlutafé.
10 stærstu hluthafar við árslok 2021
Nafn | hlutur % |
---|---|
Gildi lífeyrissjóður | 11,28% |
Lífeyrissjóður verslunarmanna | 10,40% |
Ursus ehf. | 9,16% |
Kvika banki hf. | 7,99% |
Arion banki hf. | 7,38% |
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A deild | 6,27% |
Birta lífeyrissjóður | 5,30% |
Akta Stokkur hs. | 3,86% |
Frostaskjól ehf. | 2,53% |
Festa - lífeyrissjóður | 2,48% |